Tugmilljóna leiðakerfi breytt á ný 5. ágúst 2005 00:01 Nýju leiðakerfi Strætó verður breytt, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur stjórnarformanns fyrirtækisins. Stjórnin kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir fram komnar athugasemdir og kvartanir vegna nýja kerfisins. Stjórn Strætó áréttaði í samþykkt sem hún gerði á fundinum í gær þá skoðun sína að samræmt leiðakerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið "sé þýðingarmikið framfaraskref, sem geri almenningssamgöngur raunhæfan kost fyrir mun fleiri en áður. Hins vegar hefur nokkur gagnrýni komið fram á einstaka þætti þess en margir hafa einnig lýst yfir ánægju sinni með breytingarnar. Stjórnin leggur áherslu á að markvisst verði unnið úr öllum athugasemdum hið fyrsta til hagsbóta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins," segir í samþykktinni. Þá harmar stjórnin að grípa hafi þurft til tímabundinnar þjónustuskerðingar á akstri stofnleiða en full þjónusta muni verða komin á að nýju um leið og skólar hefjast, mánudaginn 22. ágúst. Hvetur stjórnin alla starfsmenn til að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir mikið álag við innleiðingu nýja leiðakerfisins. "Við þurfum að gefa okkur aðeins lengri tíma til að vinna markvisst úr öllum þeim athugasemdum sem hafa borist," sagði Björk eftir fundinn. "Við getum ekki tekið ákvarðanir núna um einhverjar breytingar. Við gátum ekki alveg gefið okkur tímamörk í þessum efnum. Það fer einnig eftir vaktakerfi vagnstjóra sem er til bráðabirgða til 1. október og við erum bundin af. Það er verið að skoða ýmsa möguleika." Spurð hvort breytingar yrðu gerðar á nýja leiðakerfinu svaraði Björk því játandi. Hún kvaðst vonast til að þær kæmu til framkvæmda mun fyrr heldur en um áramót. Kostnaður Strætó bs. við þær breytingar á leiðakerfinu sem gengu í gildi í síðasta mánuði nema 25 milljónum króna, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þá er ótalinn kostnaður viðkomandi sveitarfélaga vegna tilfærslna á biðstöðvum og skiptistöðvum vegna breytinganna. Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Nýju leiðakerfi Strætó verður breytt, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur stjórnarformanns fyrirtækisins. Stjórnin kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir fram komnar athugasemdir og kvartanir vegna nýja kerfisins. Stjórn Strætó áréttaði í samþykkt sem hún gerði á fundinum í gær þá skoðun sína að samræmt leiðakerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið "sé þýðingarmikið framfaraskref, sem geri almenningssamgöngur raunhæfan kost fyrir mun fleiri en áður. Hins vegar hefur nokkur gagnrýni komið fram á einstaka þætti þess en margir hafa einnig lýst yfir ánægju sinni með breytingarnar. Stjórnin leggur áherslu á að markvisst verði unnið úr öllum athugasemdum hið fyrsta til hagsbóta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins," segir í samþykktinni. Þá harmar stjórnin að grípa hafi þurft til tímabundinnar þjónustuskerðingar á akstri stofnleiða en full þjónusta muni verða komin á að nýju um leið og skólar hefjast, mánudaginn 22. ágúst. Hvetur stjórnin alla starfsmenn til að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir mikið álag við innleiðingu nýja leiðakerfisins. "Við þurfum að gefa okkur aðeins lengri tíma til að vinna markvisst úr öllum þeim athugasemdum sem hafa borist," sagði Björk eftir fundinn. "Við getum ekki tekið ákvarðanir núna um einhverjar breytingar. Við gátum ekki alveg gefið okkur tímamörk í þessum efnum. Það fer einnig eftir vaktakerfi vagnstjóra sem er til bráðabirgða til 1. október og við erum bundin af. Það er verið að skoða ýmsa möguleika." Spurð hvort breytingar yrðu gerðar á nýja leiðakerfinu svaraði Björk því játandi. Hún kvaðst vonast til að þær kæmu til framkvæmda mun fyrr heldur en um áramót. Kostnaður Strætó bs. við þær breytingar á leiðakerfinu sem gengu í gildi í síðasta mánuði nema 25 milljónum króna, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þá er ótalinn kostnaður viðkomandi sveitarfélaga vegna tilfærslna á biðstöðvum og skiptistöðvum vegna breytinganna.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira