Innlent

Gistinóttum fjölgar um 8 prósent

Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um átta prósent frá því í júní í fyrra og urðu nær 122 á landinu öllu. Hlutfallslega varð aukningin mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum en í þessum landshlutum fjölgaði þeim um rösklega tvö þúsund. Þeim fjölgaði hins vegar um rúmlega átta þúsund í Reykjavík þótt prósentuhækkunin sé lægri en á fyrrnefndu svæðunum. Á Austurlandi fjölgaði þeim um þrjú prósent en gistinóttum í júní fækkaði hins vegar um fjögur prósent á Norðurlandi og um ellefu prósent á Suðurlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×