Innlent

Svala nærri sokkin vestur af Eyjum

Seglskútan Svala, sem netabáturinn Ársæll Sigurðsson tók í tog í fyrradag suðaustur af landinu, var rétt sokkin þegar skipin voru stödd vestur af Vestmannaeyjum í nótt. Var þá ákveðið að halda til næstu hafnar í Þorlákshöfn á hægri ferð með Svöluna marandi í hálfu kafi. Í höfninni var komið böndum á Svöluna og sjó ausið úr henni en allt innanstokks í henni er nú skemmt eða ónýtt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×