Innlent

Með marjúana og amfetamín

Ökumaður um tvítugt var handtekinn í fyrrinótt í Hafnar­firði með sjö grömm af marjúana í fórum sínum. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan tók einnig undir morgun tvo menn um þrítugt með sex grömm af amfetamíni.

Þeir voru á bíl og með þrjú grömm á sér. Önnur þrjú grömm fundust á heimili annars mannsins. Mönnunum þremur var sleppt eftir yfirheyrslu og eru bæði málin upplýst. Í hvorugu málinu er hægt að sanna að mennirnir hafi ætlað að selja efnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×