Innlent

Stefnir á fyrsta sætið

Klár í slaginn. Dagur segist vera búinn að gera upp hug sinn en vill ekki tjá sig að svo stöddu um hvort hann tekur slaginn um efsta sætið í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar.
Klár í slaginn. Dagur segist vera búinn að gera upp hug sinn en vill ekki tjá sig að svo stöddu um hvort hann tekur slaginn um efsta sætið í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar.

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ákveðið að bjóða sig fram í forystusæti hjá Samfylkingunni fyrir næstu borgarstjórnar­kosningar. Dagur vildi ekki staðfesta þetta en ítrekaði fyrri ummæli sín, að ákvörðunina muni hann tilkynna fyrir jól.

"Ég er nú á leiðinni til útlanda í nokkra daga og er ekki að fara að tilkynna um neitt á þeim tímapunkti." Verði af framboði hans mun hann etja kappi við þau Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra og Stefán Jón Hafstein um fyrsta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×