Lífið

Textuð útgáfa Litlu lirfunnar

Teiknimyndinni Kötu – litlu lirfunni ljótu hefur verið dreift inn á flest heimili á landinu undir slagorðinu „Sumar gjafir skipta öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju og UNICEF“. Viðbrögð almennings lofa góðu og hefur verið ráðist í að texta sérútgáfu vegna vinsamlegra ábendinga til þess að heyrnarskertir geti notið ævintýrisins um Kötu litlu. Þeir sem vilja fá textað eintak af ævintýrinu geta sent sitt eintak af diskinum til Caoz hf., Ægisgötu 7, 101 Reykjavík, og fá þá sent annað textað eintak í staðinn. Þau 11.000 heimili sem óska að fá ekki fjölpóst sendan heim til sín hafa skiljanlega ekki fengið sumargjöfina. Þeir sem eru í þeim sporum en vilja engu síður fá eintak af diskinum geta sent tölvupóst á netfangið info@caoz.is og verður hann þá sendur til viðkomandi. Umhyggja og UNICEF fagna þeim góðu móttökum sem sumargjöfin hefur fengið og eru þakklát þeim mikla fjölda fólks sem hefur greitt gíróseðilinn og þannig stutt samtökin. Umhyggja og UNICEF vilja þó árétta að engum ber skylda til að greiða gíróseðilinn og þeim, sem kjósa að gera það ekki, er samt sem áður velkomið að njóta sumargjafarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.