Lífið

Reggí og hiphop í Sjallanum

Forgotten Lores heldur tónleika í Sjallanum næsta laugardagskvöld ásamt Hjálmum.
Forgotten Lores heldur tónleika í Sjallanum næsta laugardagskvöld ásamt Hjálmum.

Hljómsveitirnar Forgotten Lores og Hjálmar halda tónleika í Sjallanum á Akureyri á Laugardaginn. "Við hitum upp fyrir Hjálmana en þetta er í annað skipti sem við höldum tónleika saman," segir Benedikt Freyr Jónsson, plötusnúður í Forgotten Lores.

"Það var svo mikið stuð síðast að við ákváðum að leiða hesta okkar saman aftur." Hljómsveitirnar spiluðu einnig á sama kvöldi á Airwaves og hafa báðar fengið sérlega góða dóma eftir síðastliðnar Airwaves-hátíðir. "Tónleikarnir byrja á slaginu tólf á laugardaginn og það kostar eitthvað lítilsháttar inn. Við lofum alvöru jólastemningu og hver veit nema við tökum lagið saman í lok tónleikanna. Auk þess munum við flytja tvö ný lög sem við sömdum nýlega."

Aðspurður hvað sé á döfinni hjá Forgotten Lores segir Benni: "Við verðum næst með tónleika 21. desember í Þjóðleikhúskjallaranum, þar verður mjög gott og kósí jólaglens. Svo ætlum við að nýta tímann vel í að taka upp en á næsta ári hyggjumst við gefa út bæði nýja plötu sem og tónleikaplötu þar sem við fáum fleiri tónlistarmenn til liðs við okkur." Að sögn Benna er þetta ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur á Akureyri.

"Við höfum spilað þarna sex eða sjö sinnum áður og það er mjög skemmtilegur hópur þarna sem fílar góða tónlist. Við vonum bara að sem flestir mæti og lofum flottri hiphop, funk og reggítónlist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.