Innlent

Klagar KB banka

Hús KB banka. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur beðið Fjármálaeftirlitið að kanna hvort KB banki hafi reynt að hafa áhrif á verð skuldabréfa Íbúðalánasjóðs.
Hús KB banka. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur beðið Fjármálaeftirlitið að kanna hvort KB banki hafi reynt að hafa áhrif á verð skuldabréfa Íbúðalánasjóðs.

Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað í gær að beina því til Fjármálaeftirlitsins að taka viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs 22. nóvember síðastliðinn til athugunar. Á eftirlitið að kanna hvort viðskiptin stangist á við lög um verðbréfaviðskipti eða samræmist góðum viðskiptaháttum.

Þennan dag var Íbúðalánasjóður að afla sér peninga með útboði íbúðabréfa sem fjármálastofnanir buðu í. Hafa stjórnendur sjóðsins sakað starfsfólk KB banka um að reyna að hafa áhrif á verð bréfanna svo kjör Íbúðalánasjóðs versni. Kjörin í útboðinu eru lögð til grundvallar þegar vextir íbúðalána sjóðsins eru ákveðnir.

Samkvæmt upplýsingum frá KB banka voru þetta eðlileg viðskipti og engin tilraun gerð til að hafa áhrif á kjör Íbúðalánasjóðs. Bankinn hafi bæði verið að kaupa og selja skuldabréf þennan dag. Stjórnendur sjóðsins kynni sér bara aðra hlið málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×