Erlent

Seldu Ísraelum þungt vatn

Norsk stjórnvöld vissu af áformum Ísraela um að koma sér upp kjarnavopnum áður en samkomulag náðist milli þjóðanna um sölu á þungu vatni til Ísraels árið 1959. Þungt vatn er notað til að framleiða kjarnavopn.

Dagblaðið Dagens Nyheter fjallaði á dögunum um málið og í frétt blaðsins er meðal annars vísað í hálfrar aldar gömul leyniskjöl sem sýna að norsk stjórnvöld fengu upplýsingar um það til hvers átti að nota þunga vatnið áður en sala á tuttugu tonnum fór fram. Árið 1959 gátu aðeins Bandaríkjamenn og Norðmenn selt þungt vatn í miklu magni. Bandaríkjamenn vildu á þessum tíma ekki selja Ísraelsmönnum vatnið og Norðmenn hafa þrætt fyrir að hafa gert það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×