Erlent

Óljósar fréttir af tjóni

Öflugur jarðskjálfti varð í miðri Afríku í gær. Óljóst var af fyrstu fréttum hversu alvarlegt tjón hlaust af. Frá Kongó fréttist að þar hefðu hús hrunið og að minnsta kosti eitt barn týnt lífi.

Samkvæmt bráðabirgðamati bandarísku jarðvísindastofnunarinnar var jarðsjálftinn 6,8 stig á Richterskvarða. Skjáftamiðjan var á um það bil 10 km dýpi undir Tanganiyka-vatni, á mörkum Tanzaníu og Kongó. Það er á misgengi sem liggur þvert í gegnum álfuna frá Sýrlandi í norðri til Mósambík í suðri, um 4.000 km.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×