Erlent

Götubörn fundu sprengju

Tvö heimilislaus börn í leit að mat fundu tifandi tímasprengju undir einni rútunni á umferðarmiðstöð í Dakka, höfuðborg Bangladess. Þau létu lögreglu vita sem lét aftengja sprengjuna.

Í borginni Mirzapore töldu menn sig hafa fundið sprengju í barnaskóla en í ljós kom að aðeins var um hvellhettur og tímastilli að ræða. Ófremdarástand hefur ríkt í nokkrum borgum Bangladess undanfarna viku en þrettán manns hafa látist í sprengjutilræðum sem talin eru vera á ábyrgð öfgasinnaðra íslamista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×