Innlent

Annast og mennta munaðarlaus börn

Njörður P. Njarðvík og Össur Skarphéðinsson. Stofnandinn og fyrsti formaður Íslandsdeildar voru í essinu sínu í gær enda SPES menn.
Njörður P. Njarðvík og Össur Skarphéðinsson. Stofnandinn og fyrsti formaður Íslandsdeildar voru í essinu sínu í gær enda SPES menn.

"Það segir enginn nei við Njörð og þetta er nú þannig mál að það var ekki einu sinni freistandi að gera það þegar hann bað mig að taka þetta að mér," segir Össur Skarphéðinsson, nýskipaður formaður Íslandsdeildar SPES inter­national. Össur er fyrsti formaður samtakanna.

Samtökin vinna að uppbyggingu barnaþorps fyrir munaðarlaus börn í Lome höfuðborg Afríkuríkisins Togo. "Njörður stofnaði þessi samtök ásamt frönskum kollegum sínum og nú eru samtökin með fimm deildir í jafnmörgum löndum, það er að segja Frakklandi, Belgíu, Spáni, Togo og Íslandi. Það sem er alveg einstakt við þessi samtök er að meira en 99 prósent af aflafé rennur beint í uppbyggingu barnaþorpsins," segir Össur.

Samtökin annast þegar 42 börn á aldrinum 2 til 10 ára en stefnt er að því að sjá um og mennta 120 börn þegar þorpið er fullbúið. "Það skortir heldur ekki á viðbrögð Íslendinga því nú þegar eru nítján styrktarforeldrar hér á landi og einhverjir bíða eftir því að fá börn til að styrkja," segir formaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×