Innlent

Íþrótta- og fræðasetur rís

Kópavogsbær og Knattspyrnuakademía Íslands hafa náð samningi um uppbyggingu og rekstur íþrótta- og fræðsluseturs við Vallakór í Kópavogi. Framkvæmdir hefjast í upphafi næsta árs og lýkur árið 2008. Gert er ráð fyrir þremur útivöllum fyrir knattspyrnu, yfirbyggðum knattspyrnuvelli með áhorfendastúku fyrir tvö til þrjú þúsund manns.

Þar verður líka aðstaða til iðkunar og keppni í frjálsum íþróttum. Einnig er gert ráð fyrir líkamsræktarstöð, sundlaug, verslunar- og heilsumiðstöð og vonir standa til að á svæðinu rísi framhaldsskóli en það er háð því að samningar náist við ríkið. Gert er ráð fyrir að uppbyggingunni ljúki árið 2008 þó heimilt sé að fresta hluta hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×