Innlent

Frumvarp á Alþingi

Lagafrumvarp um rannsóknarnefndir hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpinu er ætlað að bæta úr þeirri staðreynd að í íslenskum lögum er ekki gert ráð fyrir skipun almennra og óháðra rannsóknarnefnda, sem rannsakað geta mál yfirvalda eða stjórnvaldsathafnir er varða almannahag. Slíkar nefndir og lög um þær er að finna í mörgum nágrannaríkjanna. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×