Innlent

Flosi meðal umsækjenda

Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi. 
Er í hópi fjölda umsækjenda um lóðir á Kópavogs­túni.
Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi. Er í hópi fjölda umsækjenda um lóðir á Kópavogs­túni.

Hátt í átta hundruð umsóknir bárust Kópavogsbæ um byggingarétt á Kópavogstúninu svonefnda en það stendur uppi af sjálfum Kópavoginum. Á því eru meðal annars byggingar gamla Kópavogshælisins sem Landspítalinn hefur nú til umráða.

Ráðgert er að reisa samtals 173 íbúðir á túninu, jafnt einbýli sem fjölbýli. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, er meðal umsækjenda um byggingarétt og hefur hann sagt sig frá umfjöllun og afgreiðslu umsókna í bæjarráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×