Innlent

Sex ungmenni slösuðust

Klukkan rúmlega fjögur á aðfaranótt sunnudags keyrði fólksbíll út af Laugarvatnsvegi innan við Laugarvatn. Í bifreiðinni voru sex ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára. Fólksbílinn rúmar eingöngu fimm manns. Bifreiðin fór út af í beygju og lenti í skurði.

Allir sem voru í bílnum urðu fyrir meiðslum. Nokkrir voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Selfossi og aðrir á slysadeildina í Fossvogi. Meiðslin voru mis en enginn var talinn í lífshættu. Ekki leikur grunur á ölvun. Lítils háttar hálka var á veginum og talið er að ökumaður hafi ekki ekið í samræmi við aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×