Innlent

Umburðarlyndi og virðing

Fulltrúar trúfélaga hittast. Fulltrúar ásatrúarfélagsins, Bahá'í samfélagsins, Félags múslima á Íslandi, kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við útgáfuathöfn blaðs Alþjóðahússins.
Fulltrúar trúfélaga hittast. Fulltrúar ásatrúarfélagsins, Bahá'í samfélagsins, Félags múslima á Íslandi, kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við útgáfuathöfn blaðs Alþjóðahússins.

Fulltrúar fimm trúfélaga á Íslandi veittu nýjasta tölublaði blaðs Alþjóðahússins, Eins og fólk er flest, móttöku við formlega athöfn á föstudaginn. Sérstakt viðfangsefni þessa tölublaðs er trúarbrögð og er markmiðið að fjalla um trúarbrögð á aðgengilegan hátt ásamt því að vekja athygli á gildi þeirra fyrir samfélag og einstakling.

Fulltrúar helstu trúfélaga á Íslandi hafa hist á fundum frá því í vor að frumkvæði þjóðkirkjunnar til þess að kanna grundvöllinn fyrir stofnun sérstakrar samráðsnefndar trúfélaga á Íslandi. Markmiðið með þessari vinnu er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum trúarbrögðum.

Nefndinni er einnig ætlað að stuðla að upplýsingaflæði og málefnalegum samskiptum milli trúfélaganna og hjálpa þeim við að ræða sameiginleg hagsmunamál eins og aðgang að trúarlegri þjónustu á opinberum vettvangi.

Í blaðinu er að finna umfjöllun um bahá'ía, búddista, gyðinga, kristna og múslima. Blaðið er ritað á íslensku og ensku og er dreift um landið til bensínstöðva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×