Innlent

Vill málið tekið upp aftur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
segir oft hafa verið rætt opinberlega um tengsl Jóns Ólafssonar við eiturlyf.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir oft hafa verið rætt opinberlega um tengsl Jóns Ólafssonar við eiturlyf.

"Á að svipta menn aleig­unni fyrir að taka eðlilegan þátt í þjóð­mála­umræðunni?" spurði Hannes Hólm­steinn Gissurar­son prófessor á blaða­manna­fundi sem hann boð­aði í gær. Hannes upplýsti að hann hefði leit­að lið­sinnis lög­manna í Bret­landi til að fá tekið þar upp aftur meið­yrða­mál þar sem hann var dæmdur til að greiða Jóni Ólafssyni athafna­manni tólf millj­ónir króna í bæt­ur.

Að vísu er áfrýjunarfrestur liðinn ytra, en Hannes sagði þó að dómarar gætu heimilað endurupptöku ef þeir teldu að málsaðilar hefðu ekki verið nægilega upplýstir um stöðu sína.

"Og það gildir vissulega um mig." Hannes fór yfir sína hlið mála og fullyrti að hann hefði í gjörðum sínum haldið sig innan ramma þeirra laga sem hér gilda.

"Og ekki grunaði mig að höfðað yrði mál á hendur mér úr launsátri í Bretlandi mörgum árum síðar," sagði hann og vísaði til þess að ummælin sem hann var dæmdur fyrir hefðu verið endurtekning á ræðu sem hann hélt á þingi blaðamanna í Reykholti árið 1999.

Hannes taldi að mál hans fyrir dómstólum hér gæti orðið prófmál um birtingu ummæla á netinu og kvað breska dómstóla þekkta fyrir að teygja sig langt í að meta umdæmi sitt vegna netbirtingar á ensku.

"Dómstólar í Bandaríkjunum eru meira að segja hættir að fullnusta meiðyrðadóma frá Bretlandi."


Tengdar fréttir

Næsti leikur eftir tvær vikur

Heimir Örn Herbertsson, lög­maður Hannesar Hólmsteins Gissurar­sonar prófessors, lagði í gær fram greinar­gerð í Héraðs­dómi Reykja­víkur vegna máls hans og Jóns Ólafs­son­ar at­hafna­manns. Hannes freistar þess að fá endur­skoðaða fyrri ákvörðun héraðs­dóms um að heimila aðför að honum vegna skaðabóta sem hann var úti í Bretlandi dæmdur til að greiða Jóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×