Krefjast upplýsinga 1. nóvember 2005 17:43 Íslensk stjórnvöld hafa krafið bandarísk yfirvöld um upplýsingar um hvort bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi flutt meinta hryðjuverkamenn um íslenska lofthelgi og lent hér á landi. Grunur leikur á að vélar í fangaflutningum hafi lent að minnsta kosti níu sinnum hér á landi. Málið komst í hámæli eftir að danski samgönguráðherrann svaraði í þinginu fyrirspurn um hugsanleg flug CIA um danska lofthelgi, en auk þess hefur Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður spurt Geir H. Haarde utanríkisráðherra um sama málið hvað varðar Ísland. Flug sem grunur leikur á að leyniþjónustan hafi farið og þá hugsanlega með fanga til yfirheyrslu á stöðum þar sem hægt væri að pynta þá. Að minnsta kosti 9 flug eru talin hafa verið á vegum CIA. Í október 2001 fór vél frá Keflavík til Álaborgar, í ágúst ári síðar kom vél til Keflavíkur frá Mumabai á Indlandi. Í nóvember í fyrra frá Keflavík til Duabai og svo sömu leið til baka daginn eftir. Mánuði síðar er talið að vél á vegum CIA hafi farið til Keflavíkur frá Billund og nokkrum dögum síðar vél frá Möltu, um Noreg til Keflavíkur. Í janúar á þessu ári hafi svo vél farið héðan til Billund og í mars hafi vél komið frá Instanbúl, til Kaupmannahafnar og til Keflavíkur og síðan til Kanada og í síðasta mánuði hafi svo vél grunuð um að vera á vegum CIA lent í Reykjavík á leið til Búdapest. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 var staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi kallaður á fund í utanríkisráðuneytið fyrir nokkrum dögum og krafinn svara um málið. Formleg svör hafa ekki borist en samkvæmt óformlegum svörum er talið ólíklegt að að minnsta kosti vélin sem var hér 8. mars hafi verið að flytja fanga því hún var að koma frá Kaupmannahöfn og fór héðan til Kanada. Ragnheiður Árnadóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í dag verið væri að kanna hjá bandarískum stjórnvöldum hvort þessar upplýsingar eigi við rök að styðjast, ekki væri í raun vitað hvort að vélarnar hafi ve r ið á vegum bandarísku leyniþjónustunnar og heldur ekki hvort að þær hafi þá verið í fangaflutningum. Hún sagðist ekki hafa upplýsingar um að staðgengill bandaríska sendiherrans hafi verið kallaður í utanríkisráðuneytið. Ef flug er á vegum stjórnvalda ber að hennar sögn að sækja um yfirflugs og lendingarheimild, en öðru máli gegnir um borgaralegt flug. Að sögn aðstoðarmannsins er svara beðið, en þó sé vitað að vélin sem hafði viðkomu hér á landi 8. mars hafi verið á leið til Kanada og aðeins tveir hafi verið um borð. Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra, var í dag á Ísafirði og sagði hann sitt ráðuneyti ekki hafa upplýsingar um umrædd flug eða farþega. Hann hefði ekki upplýsingar þar sem hann var staddur á Ísafirði um hvað væri á ferðinni. Auðvitað gæti hann þó ekki kosið að fangar væru fluttir á milli landa með þeim hætti sem fréttir væru að segja að væri gert. Íslandsdeild Amnesty International lýsir þungum áhyggjum af fréttum af hugsanlegu fangaflugi og minnir á a ð algert bann gildi við pyntingum sem og að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Amnesty segir það koma illilega við sig að miklar líkur séu á að slíkar vélar hafi lent hér. Þau telji nauðsynlegt að óháð rannsókn fari fram á þeim upplýsingum sem fram hafi komið. Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa krafið bandarísk yfirvöld um upplýsingar um hvort bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi flutt meinta hryðjuverkamenn um íslenska lofthelgi og lent hér á landi. Grunur leikur á að vélar í fangaflutningum hafi lent að minnsta kosti níu sinnum hér á landi. Málið komst í hámæli eftir að danski samgönguráðherrann svaraði í þinginu fyrirspurn um hugsanleg flug CIA um danska lofthelgi, en auk þess hefur Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður spurt Geir H. Haarde utanríkisráðherra um sama málið hvað varðar Ísland. Flug sem grunur leikur á að leyniþjónustan hafi farið og þá hugsanlega með fanga til yfirheyrslu á stöðum þar sem hægt væri að pynta þá. Að minnsta kosti 9 flug eru talin hafa verið á vegum CIA. Í október 2001 fór vél frá Keflavík til Álaborgar, í ágúst ári síðar kom vél til Keflavíkur frá Mumabai á Indlandi. Í nóvember í fyrra frá Keflavík til Duabai og svo sömu leið til baka daginn eftir. Mánuði síðar er talið að vél á vegum CIA hafi farið til Keflavíkur frá Billund og nokkrum dögum síðar vél frá Möltu, um Noreg til Keflavíkur. Í janúar á þessu ári hafi svo vél farið héðan til Billund og í mars hafi vél komið frá Instanbúl, til Kaupmannahafnar og til Keflavíkur og síðan til Kanada og í síðasta mánuði hafi svo vél grunuð um að vera á vegum CIA lent í Reykjavík á leið til Búdapest. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 var staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi kallaður á fund í utanríkisráðuneytið fyrir nokkrum dögum og krafinn svara um málið. Formleg svör hafa ekki borist en samkvæmt óformlegum svörum er talið ólíklegt að að minnsta kosti vélin sem var hér 8. mars hafi verið að flytja fanga því hún var að koma frá Kaupmannahöfn og fór héðan til Kanada. Ragnheiður Árnadóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í dag verið væri að kanna hjá bandarískum stjórnvöldum hvort þessar upplýsingar eigi við rök að styðjast, ekki væri í raun vitað hvort að vélarnar hafi ve r ið á vegum bandarísku leyniþjónustunnar og heldur ekki hvort að þær hafi þá verið í fangaflutningum. Hún sagðist ekki hafa upplýsingar um að staðgengill bandaríska sendiherrans hafi verið kallaður í utanríkisráðuneytið. Ef flug er á vegum stjórnvalda ber að hennar sögn að sækja um yfirflugs og lendingarheimild, en öðru máli gegnir um borgaralegt flug. Að sögn aðstoðarmannsins er svara beðið, en þó sé vitað að vélin sem hafði viðkomu hér á landi 8. mars hafi verið á leið til Kanada og aðeins tveir hafi verið um borð. Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra, var í dag á Ísafirði og sagði hann sitt ráðuneyti ekki hafa upplýsingar um umrædd flug eða farþega. Hann hefði ekki upplýsingar þar sem hann var staddur á Ísafirði um hvað væri á ferðinni. Auðvitað gæti hann þó ekki kosið að fangar væru fluttir á milli landa með þeim hætti sem fréttir væru að segja að væri gert. Íslandsdeild Amnesty International lýsir þungum áhyggjum af fréttum af hugsanlegu fangaflugi og minnir á a ð algert bann gildi við pyntingum sem og að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Amnesty segir það koma illilega við sig að miklar líkur séu á að slíkar vélar hafi lent hér. Þau telji nauðsynlegt að óháð rannsókn fari fram á þeim upplýsingum sem fram hafi komið.
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira