Lífið

Kvenpeningurinn fjölmennti í kosningateiti

Frísklegar. Þóra Helgadóttir, Sigrún Birna Blomsterberg og Íris María Stefánsdóttir.
Frísklegar. Þóra Helgadóttir, Sigrún Birna Blomsterberg og Íris María Stefánsdóttir.

Stuðningskonur Gísla Marteins stóðu fyrir konukvöldi á Hótel Plaza síðasta laugardag. Um tvö hundruð konur skáluðu í léttvíni og gæddu sér á snittum meðan þær hlustuðu á ljúfa tóna Hönsu og Heru Hjartardóttur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir kosningastjóri Gísla Marteins sagði að boðið hefði heppnast ógurlega vel.

"Það mættu ekki bara flokksbundnar Sjálfstæðiskonur heldur var gestalistinn afar fjölbreyttur og mikið stuð. Upphaflega átti boðið að vera milli fimm og sjö en það dróst aðeins," segir Heiðrún Lind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.