Lífið

Fréttamaður með skáldsögu

Björn Þorláksson fréttamaður gefur út skáldsögu.
Björn Þorláksson fréttamaður gefur út skáldsögu.

Björn Þorláksson, fréttamaður Útvarps og Sjónvarps á Akureyri, hefur sent frá sér sína þriðju skáldsögu og nefnist hún Lífsloginn. Sagan gerist á Akureyri og fjallar um drykkfelldan menntaskólakennara sem stofnar til ástarsambands við ungan nemanda sinn.

Björn segir bókina að hluta persónulegt uppgjör við sína eigin fortíð og á hann von á að sumum bregði í brún við lýsingar sem fram koma í bókinni. Björn ólst upp í Mývatnssveit og fyrstu skáldverk hans litu dagsins ljós í Menntaskólanum á Akureyri.

Hann vann til fyrstu verðlauna bæði fyrir frumsamin tónverk og smásögur og lagði í kjölfarið stund á nám í íslensku og bókmenntafræði í Háskóla Íslands.

Björn hefur mest allt sitt líf unnið sem píanóleikari og tónlistarmaður í hlutastörfum samhliða blaðamennsku og ritstörfum. Hann var meðal annars í hinum vinsælu hljómsveitum Stuðkompaníinu og Rokkbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.