Innlent

Örlög rúmlega tuttugu óþekkt

Guðmundur Jónsson
forstöðumaður Byrgisins segir að af 61 manns hópi sem hann hafi fylgst með frá 1992 viti hann aðeins með vissu af 21 í dag.
Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins segir að af 61 manns hópi sem hann hafi fylgst með frá 1992 viti hann aðeins með vissu af 21 í dag.
"Hér á Íslandi getur maður sem er á götunni þraukað í sjö ár að meðal­­tali," segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins. "Ef hann er geðsjúkur eða geðveikur á hann hins vegar varla nokkurn séns á að komast af nema nokkur ár. Ég gerði úttekt á þessu ásamt Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, og Guðmundi Jónssyni og frá því 1992 höfum við reynt að fylgjast með hópi fólks sem á við einhver geðræn vandamál að stríða og er í neyslu. Af 61 manns hópi er aðeins 21 sem ég veit að er örugglega á lífi, átján eru líklegast látnir en ekkert er vitað um örlög 22 úr þessum hópi. Svona gætir þetta samfélag nú að bræðrum sínum sem eiga við geðræn vandamál að stríða," segir Guðmundur þungur á brún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×