Innlent

Byrjaðir að framleiða snjó

Staðarhaldarinn í Hlíðarfjalli. Kostnaður við snjóframleiðslukerfið nemur 107 milljónum króna.
Staðarhaldarinn í Hlíðarfjalli. Kostnaður við snjóframleiðslukerfið nemur 107 milljónum króna.

Snjóframleiðsla hófst á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri í gærmorgun og stóð framleiðsla á skíðasnjó fram á kvöld. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir búnaðinn hafa reynst mjög vel og aðstæður til snjóframleiðslu hafi verið eins og best verði á kosið; logn og átta gráðu frost.

"Við vorum að bæta við snjó þar sem lítill snjór var fyrir ef ske kynni að hláka brysti á en snjóframleiðslan markar kaflaskil fyrir skíða- og snjóbrettaunnendur á Akureyri," segir Guðmundur Karl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×