Innlent

Skapar tíu til fimmtán störf

Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri Blönduóssbæjar segir að innheimtumiðstöðin verði með fjölmennari vinnustöðum bæjarins og mjög þýðingarmikil fyrir héraðið í heild.
Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri Blönduóssbæjar segir að innheimtumiðstöðin verði með fjölmennari vinnustöðum bæjarins og mjög þýðingarmikil fyrir héraðið í heild.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf.

Segist hún viss um að við ákvörðunartökuna hafi verið litið til þess hversu lögreglan á Blönduósi hafi verið fylgin sér í gegnum tíðina við að forða óhöppum og slysum með því að sekta ökumenn fyrir hraðakstur. "Það er mjög ánægulegt að ráðherra sýni í verki þann vilja sinn að fjölga opinberum störfum úti á landi og vonandi mun ákvörðunin leiða til þess að bæjarbúum fjölgi," segir Jóna Fanney. Innheimta sekta og sakarkostnaðar er nú í höndum allra lögreglustjóra landsins en markmiðið með breytingunum er að samræma, einfalda og efla innheimtunua, auk þess að styrkja sýslumannsembættið á Blönduósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×