Innlent

Sátt gæti verið í sjónmáli

Jóhann Ársælsson
Jóhann Ársælsson

"Það er ekki sátt um sjávarútveginn en einmitt núna er ástæða til að binda vonir við það að sú sátt náist," segir Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingar.

"Ég segi þetta þar sem ég fæ ekki betur séð en allir stjórnmálaflokkarnir hafi komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að setja ákvæði í stjórnarskrána um það að þessi auðlind sé og verði eign þjóðarinnar. Þegar menn eru farnir að fást við þetta mál útfrá því hljóta menn að sjá það að hið opinbera hlýtur að fara með það hlutverk að stýra því hvernig hún er nýtt því ef þetta er þjóðareign hlýtur hið opinbera að fara með eignarhlutverkið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×