Innlent

Heldur ekki vöku fyrir Kára

Kári stefánsson telur málið agnarsmátt og segir það ekki halda fyrir sér vöku.
Kári stefánsson telur málið agnarsmátt og segir það ekki halda fyrir sér vöku.

Ritnefnd Læknablaðsins sem nýverið hefur boðað uppsögn sína gæti reynst vanhæf til þess að fjalla um málefni Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Jóhanns Tómassonar læknis. Því er þannig farið að Karl Andersen, einn ritnefndarmanna, hefur unnið í samstarfi við Kára.

Þeir skrifuðu meðal annars grein um kransæðastíflu sem birtist á PubMed vefnum í maí á þessu ári. Ritnefndin gerði athugasemdir í síðasta tölublaði Læknablaðsins við birtingu á grein Jóhanns Tómassonar heilsugæslulæknis um Kára Stefánsson.

Vilhjálmur Rafnsson, ritstjóri blaðsins, segir í yfirlýsingu að með birtingu greinarinnar taki hann ekki afstöðu til málsins heldur beri Jóhann sjálfur ábyrgð á yfirlýsingum sínum í garð Kára.

"Þetta mál er agnarsmátt og heldur ekki fyrir mér vöku," segir Kári Stefánsson. Hann segir Vilhjálm verða látinn svara fyrir ákvarðanir sínar.

"Blaðið hefur vaxið og eflst undir stjórn þessa hóps og það er sorglegt að þetta endi með þessum hætti," segir Karl Andersen hjartalæknir og einn þeirra ritnefndarmanna sem nú hverfa frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×