Erlent

Flugferðum aflýst

Hundrað þrjátíu og átta flugferðum hefur verið frestað eða aflýst og þúsundir farþega eru strandaglópar á Leonardo Da Vinci flugvellinum í Róm. Ástæðan er sú að flugfreyjur og þjónar ítalska flugfélagsins Alitalia fóru í dag í óboðað verkfall vegna þess að þeir telja að flugfélagið standi ekki við nýgerða kjarasamninga. Búist er við því að flugferðir verði með eðlilegu móti á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×