Lífið

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir ungfrú Ísland

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var fyrir stundu kjörin ungfrú Ísland árið 2005. Unnur er 21 árs gömul og var á dögunum kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur. Ingunn Sigurpálsdóttir, tvítug stúlka úr Garðabæ, varð í 2. sæti og Margrét Elísa Harðardóttir, 24 ára úr Reykjavík, varð í þriðja sæti. Ungfrú Ísland keppnin fór fram á Broadway í beinni útsendingu Skjás eins. Tuttugu og fjórar stúlkur kepptu til úrslita og valdi dómnefnd 5 stúlkur í undanúrslit. Af þeim var síðan valið í 1., 2. og 3. sæti. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fékk einnig flest atkvæði í símakosningu áhorfenda SkjásEins. Þá fékk hún líka flest atkvæði í kosningu FM 957. Loks var hún valin ljósmyndafyrirsæta ársins, Nina Ricci-stúlkan og LCN-stúlkan. Foreldrar Unnar Birnu eru Vilhjálmur Skúlason og Unnur Steinsson, sem var valin ungfrú Ísland árið 1983. Margrét Elísa Harðardóttir sem lenti í öðru sæti keppninnar, var einnig valin Oroblu-stúlkan og NEXT-stúlkan. Kristín Lind Andrésdóttir, 22 ára úr Reykjavík, var af keppendum sjálfum, valin vinsælasta stúlkan.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú Ísland 2005. Hún sópaði til sín verðlaunum, fékk flest atkvæði í símakosningu áhorfenda SkjásEins og fékk flest atkvæði í kosningu FM 957. Þá var Unnur Birna valin ljósmyndafyrirsæta ársins, Nina Ricci-stúlkan og LCN-stúlkan.MYND/Vísir
Ingunn Sigurpálsdóttir
Margrét E. Harðardóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.