Innlent

Jaxlinn strandar

Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í gærmorgun í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp en síðdegis tókst að draga hann á flot á ný. Að sögn Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði, var skipið á leið á milli kæja í firðinum þegar óhappið varð. Svo virðist sem það hafi farið vitlaust inn í innsiglingamerkin á svonefndum Sundum og því hafi það endað uppi í sandkanti rétt við Ísafjarðarflugvöll. Nokkuð hvasst var í firðinum í gær og hafði vindurinn sitt að segja. Um fimmleytið í gær dró svo hafnsögubáturinn Jaxlinn aftur á flot með aðstoð björgunarskipsins Gunnars Friðrikssonar. "Þetta fór allt vel," sagði Guðmundur hafnarstjóri enda var Jaxlinn óskemmdur eftir atvikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×