Sport

Eriksson hrífst af Joe Cole

Joe Cole verður í lykilhlutverki með enska landsliðinu í leiknum gegn N-Írum í dag ef eitthvað er að marka orð Svens-Görans Erikssonar. Cole hefur verið í fantaformi með liði Chelsea að undanförnu og vakið áthygli margra, meðal annars landsliðsþjálfarans sænska. "Hann virðist vera orðinn allt annar leikmaður en hann var í fyrra og það sést mikill munur á þroska hans sem leikmanns. Hann á framtíðina fyrir sér í boltanum," segir Eriksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×