Lífið

Töluvert af fólki í Kringlunni

Um fimmtán þúsund manns komu á laugardeginum um síðustu verslunarmannahelgi í Kringluna en allar verslanir þar voru opnar í dag. Þar var töluvert af fólki og verslunarmenn almennt sáttir við að vera að vinna. Þetta er þriðja árið sem opið er í Kringlunni á laugardegi verslunarmannahelgar. Framkvæmdastjórinn, Örn Kjartansson, segir þennan afgreiðslutíma kominn til að vera. Margir séu á leið út úr bænum á laugardeginum og þurfi að versla fyrir ferðalagið. Hann segir þó að starfsfólk vilji yfir það heila ekki vera að vinna þessi helgi - skiljanlega. Þó sé lokað á morgun og mánudag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.