Erlent

Fellibylurinn Ríta stefnir á Texas

Öllum íbúum Galveston í Texas hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Rítu sem stefnir óðfluga þangað eftir að hafa farið fram hjá Florida Keys eyjaklasanum í gær. Ríta er nú orðin annars stigs fellibylur og styrkist óðum. Jafnvel er óttast að hún nái fjórða stigi á næstu sólarhringum þegar hún gæti farið yfir Texas eða Louisiana. Af þessum sökum hefur öllum þeim sem snúið höfðu aftur til New Orleans verið skipað að fara aftur burt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×