Lífið

Rændur á meðan hann var á sviðinu

Ein vinsælasta rokkstjarna Ítala virðist ekki vera vinsæl hjá alveg allri þjóðinni. Í það minnsta ákváðu einhverjir óprúttnir aðilar að nýta tækifærið á meðan rokkarinn, Luciano Ligabue að nafni, spilaði á 200.000 manna tónleikum í bænum Reggio Emilia í norðurhluta landsins í gærkvöldi og fara ránshendi um heimili hans. Þegar stjarnan kom heim að tónleikum loknum uppgötvaði hann nefnilega að tvær tölvur, skjávarpi, flatskjár og m.a.s. bíllinn hans voru á bak og burt. Lögreglan rannsakar nú málið en hefur engan grunaðan enn sem komið er.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.