Innlent

Telja sig hafa sett heimsmet

"Við erum bjartsýn á að þetta hafi tekist," sagði Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri hjá Eddu útgáfu, sem stýrði tilraun til að setja heimsmet í Smáralind rétt í þessu. Þá var reynt að setja heimsmet í fjölda fólks sem leikur sér með jójó í einu.

Heimsmetið er 426 einstaklingar að leika með jójó í einu samkvæmt heimsmetabók Guinness en 570 heimsmet voru í notkun í Smáralindinni í dag. Ekki er þó víst að það fáist staðfest sem heimsmet því eftir á að skoða myndbandsupptökur af heimsmettilrauninni til að fá staðfest hversu margir léku með jójó í einu. Af því ræðst hvort nýtt heimsmet verði skráð í bækur Guinness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×