Jólin byrja hjá Kvenfélagi kaþólskra 12. nóvember 2005 08:15 Lítillæti og hógværð einkenna konurnar í Kvenfélagi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Það er með þær eins og hundruð eða þúsundir annarra Íslendinga sem vilja láta gott af sér leiða að þeim finnst sælla að gefa en þiggja. Allt frá árinu 1921 hefur hópur kvenna og reyndar karla komið saman reglulega til að huga að málefnum þeirra sem minnst mega sín og finna leiðir til að koma þeim til aðstoðar. Raunar var upphafið að félaginu þannig að konur í kirkjunni komu saman til að gera við klæði kaþólsku prestanna. Sömu konurnar standa vaktina ár eftir ár og sú elsta er rúmlega níræð. Jólin eru tími kvenfélagsins því þá tekur lífið annan lit og klukkurnar í Kristskirkju í Landakoti hringja senn jólin inn. Allar sem ein Það er engin ein kona í kvenfélaginu sem vill frekar koma fram en önnur enda finnst þeim þær vera ein heild og vilja hafa það svoleiðis. Formaður félagsins eða réttara sagt fyrrverandi formaður þess, skýrir þetta á einfaldan hátt: "Ég varð veik og þurfti að liggja á spítala. Ég sagði mínum ágætu vinum að ég gæti ekki lengur verið formaður af þeim sökum en þær tóku það ekki í mál. Þannig að ég ákvað að við skyldum allar verða formenn og svoleiðis vil ég nú helst hafa það," segir hún. Þannig er það með konurnar að þær vilja heldur vera jafningjar en skipta sér upp í hópa og svoleiðis fer starfið fram. Á hverjum miðvikudegi koma þær saman og ræða málefni samfélagsins og kirkjunnar. Þær koma með veitingar að heiman, drekka kaffi og hlæja og skiptast á sögum. "Þetta er félagsskapur sem við viljum ekki missa. Mæður og ömmur margra okkar voru hér í kvenfélaginu og við viljum halda í þessa góðu hefð enda skiptir það mestu að geta gert eitthvað gott fyrir fólkið í samfélaginu. Kynslóðaskipti hafa oft orðið í félaginu en okkur finnst við vera orðnar of gamlar núna og okkur vantar svo fleiri góðar konur í félagið," segir önnur. Hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins er á morgun í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu og hefst að lokinni hámessu í Kristskirkju og stendur fram eftir degi. Konurnar handvinna vinningana og enginn fer tómhentur heim því engin núll eru hjá kvenfélaginu. Aðstoðuðu veikt barn Eitt málefni verður fyrir valinu á hverju ári og rennur það sem safnast til þess málefnis. "Við reynum að koma þeim sem mest þurfa á aðstoð að halda hverju sinni til hjálpar. Við styrktum nokkur ár í röð foreldra sem þurftu að fara með veikt barn til útlanda. Barnið er við góða heilsu í dag og við erum mjög glaðar yfir því að hafa getað hjálpað svona til." Það er þekkt fyrirbæri innan kaþólsku kirkjunnar að starfa í kyrrþey. Leyfa verkunum að tala og þiggja ekki athygli heldur finna gleði í sínu eigin hjarta þegar árangurinn verður sjáanlegur. En gleðina finna konurnar hver hjá annarri og það finnst þeim best. Þær heimsækja sjúka á stofnanir á sjúkrahús og reyna að aðstoða hverja aðra þegar á bjátar. Það verður ekki hjá því komist að benda á að konurnar eru allar á eldri árum en það veldur þeim ekki áhyggjum. Það veldur þeim meiri áhyggjum að þær vilja ekki að félagsskapurinn lognist út af. Félagsskapur sem hjá þeim mörgum hverjum hefur erfst milli kynslóða og hvetja því konur sem vilja láta gott af sér leiða að heimsækja þær og hjálpa til við að hjálpa öðrum. Karlarnir í félaginu Konurnar sitja ekki einar að kaffiveitingunum því nokkrir karlmenn eru í félaginu. Þeir koma að starfinu á sama hátt og konurnar. Þeir vilja helst ekki prjóna dúkkur en hjálpa á ýmsan annan hátt. Það eru breyttir tímar frá því sem áður var. Elstu konur í félaginu muna tímanna tvenna. "Maður ber virðingu fyrir prestunum í dag en áður fyrr var það með öðruvísi hætti. Ég man eftir því þegar ég var ein í strætó og biskupinn í kirkjunni gekk inn. Ég stóð upp fyrir honum. Svoleiðis var nú virðingin þá," segir sú sem fyrst var talað við og harðneitar því að vera formaður í félaginu þótt félagsmenn taki ekki annað í mál. "Það lá við að maður signdi sig þegar maður hitti prestana," segir hún. Prestarnir koma í dag að starfi félagsins, sem telst eitt elsta starfandi kvenfélagið í landinu. Þær eru ekki frá því að hætta. Vilja koma saman meðan þær hafa getu til. Á hverju ári koma upp raddir um að árið í ár sé síðasta árið sem haldinn verður basar. Því hefur verið afstýrt í jafn mörg ár og umræðan hefur komið upp. Á morgun verður því hinn árlegi jólabasar haldinn sem önnur ár og hvetja konurnar alla til að koma og fá sér kaffi og styrkja gott málefni. "Það eru ekki bara kaþólskir sem koma til okkar og fá sér kaffi og kaupa miða. Það er fólk í öllum trúfélögum og eins ólíkt að gerð og það er margt. Svoleiðis viljum við hafa það því okkur finnst það svo nauðsynlegt að fólk reyni að gefa til að gleðja aðra." Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Lítillæti og hógværð einkenna konurnar í Kvenfélagi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Það er með þær eins og hundruð eða þúsundir annarra Íslendinga sem vilja láta gott af sér leiða að þeim finnst sælla að gefa en þiggja. Allt frá árinu 1921 hefur hópur kvenna og reyndar karla komið saman reglulega til að huga að málefnum þeirra sem minnst mega sín og finna leiðir til að koma þeim til aðstoðar. Raunar var upphafið að félaginu þannig að konur í kirkjunni komu saman til að gera við klæði kaþólsku prestanna. Sömu konurnar standa vaktina ár eftir ár og sú elsta er rúmlega níræð. Jólin eru tími kvenfélagsins því þá tekur lífið annan lit og klukkurnar í Kristskirkju í Landakoti hringja senn jólin inn. Allar sem ein Það er engin ein kona í kvenfélaginu sem vill frekar koma fram en önnur enda finnst þeim þær vera ein heild og vilja hafa það svoleiðis. Formaður félagsins eða réttara sagt fyrrverandi formaður þess, skýrir þetta á einfaldan hátt: "Ég varð veik og þurfti að liggja á spítala. Ég sagði mínum ágætu vinum að ég gæti ekki lengur verið formaður af þeim sökum en þær tóku það ekki í mál. Þannig að ég ákvað að við skyldum allar verða formenn og svoleiðis vil ég nú helst hafa það," segir hún. Þannig er það með konurnar að þær vilja heldur vera jafningjar en skipta sér upp í hópa og svoleiðis fer starfið fram. Á hverjum miðvikudegi koma þær saman og ræða málefni samfélagsins og kirkjunnar. Þær koma með veitingar að heiman, drekka kaffi og hlæja og skiptast á sögum. "Þetta er félagsskapur sem við viljum ekki missa. Mæður og ömmur margra okkar voru hér í kvenfélaginu og við viljum halda í þessa góðu hefð enda skiptir það mestu að geta gert eitthvað gott fyrir fólkið í samfélaginu. Kynslóðaskipti hafa oft orðið í félaginu en okkur finnst við vera orðnar of gamlar núna og okkur vantar svo fleiri góðar konur í félagið," segir önnur. Hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins er á morgun í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu og hefst að lokinni hámessu í Kristskirkju og stendur fram eftir degi. Konurnar handvinna vinningana og enginn fer tómhentur heim því engin núll eru hjá kvenfélaginu. Aðstoðuðu veikt barn Eitt málefni verður fyrir valinu á hverju ári og rennur það sem safnast til þess málefnis. "Við reynum að koma þeim sem mest þurfa á aðstoð að halda hverju sinni til hjálpar. Við styrktum nokkur ár í röð foreldra sem þurftu að fara með veikt barn til útlanda. Barnið er við góða heilsu í dag og við erum mjög glaðar yfir því að hafa getað hjálpað svona til." Það er þekkt fyrirbæri innan kaþólsku kirkjunnar að starfa í kyrrþey. Leyfa verkunum að tala og þiggja ekki athygli heldur finna gleði í sínu eigin hjarta þegar árangurinn verður sjáanlegur. En gleðina finna konurnar hver hjá annarri og það finnst þeim best. Þær heimsækja sjúka á stofnanir á sjúkrahús og reyna að aðstoða hverja aðra þegar á bjátar. Það verður ekki hjá því komist að benda á að konurnar eru allar á eldri árum en það veldur þeim ekki áhyggjum. Það veldur þeim meiri áhyggjum að þær vilja ekki að félagsskapurinn lognist út af. Félagsskapur sem hjá þeim mörgum hverjum hefur erfst milli kynslóða og hvetja því konur sem vilja láta gott af sér leiða að heimsækja þær og hjálpa til við að hjálpa öðrum. Karlarnir í félaginu Konurnar sitja ekki einar að kaffiveitingunum því nokkrir karlmenn eru í félaginu. Þeir koma að starfinu á sama hátt og konurnar. Þeir vilja helst ekki prjóna dúkkur en hjálpa á ýmsan annan hátt. Það eru breyttir tímar frá því sem áður var. Elstu konur í félaginu muna tímanna tvenna. "Maður ber virðingu fyrir prestunum í dag en áður fyrr var það með öðruvísi hætti. Ég man eftir því þegar ég var ein í strætó og biskupinn í kirkjunni gekk inn. Ég stóð upp fyrir honum. Svoleiðis var nú virðingin þá," segir sú sem fyrst var talað við og harðneitar því að vera formaður í félaginu þótt félagsmenn taki ekki annað í mál. "Það lá við að maður signdi sig þegar maður hitti prestana," segir hún. Prestarnir koma í dag að starfi félagsins, sem telst eitt elsta starfandi kvenfélagið í landinu. Þær eru ekki frá því að hætta. Vilja koma saman meðan þær hafa getu til. Á hverju ári koma upp raddir um að árið í ár sé síðasta árið sem haldinn verður basar. Því hefur verið afstýrt í jafn mörg ár og umræðan hefur komið upp. Á morgun verður því hinn árlegi jólabasar haldinn sem önnur ár og hvetja konurnar alla til að koma og fá sér kaffi og styrkja gott málefni. "Það eru ekki bara kaþólskir sem koma til okkar og fá sér kaffi og kaupa miða. Það er fólk í öllum trúfélögum og eins ólíkt að gerð og það er margt. Svoleiðis viljum við hafa það því okkur finnst það svo nauðsynlegt að fólk reyni að gefa til að gleðja aðra."
Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein