Stanslaust stuð í fimmtán ár 12. nóvember 2005 15:00 Party Zone. Þeir félagar Helgi Már (til vinstri) og Kristján Helgi hafa verið stjórnendur Party Zone í fimmtán ár. Party Zone hefur verið útvarpað um 700 sinnum á sex útvarpsstöðvum. Haldin hafa verið yfir fimmtíu Party Zone-kvöld af ýmsum stærðum og gerðum auk þess sem forsvarsmenn þáttarins hafa flutt inn mörg af stærstu nöfnum danstónlistarinnar. Í lok hvers árs sendir þátturinn frá sér árslista með bestu danslögum ársins og þar að auki hafa fjórar safnplötur verið gefnar út á vegum þáttarins. Danstónlist frá Ibiza "Við byrjuðum 1990 á Útrás. Ég var búinn að vera að grúska í raftónlistinni á þessum tíma og hlusta á Art of Noise, Kraftwerk og Brian Eno. Danstónlistin var að stíga af stað og þá var byrjað að detta inn hingað heim talsvert af danstónlist með fólki sem var að koma frá Ibiza," segir Helgi Már Bjarnason, annar af upphafsmönnum Party Zone. "MTV var með þátt sem hét Party Zone sem spratt upp úr þessari bylgju og við ákváðum að "kópera" nafnið, taka upp þáttinn og henda lögunum í loftið á Útrás. Þetta var "bootleg" þáttur," segir hann og hlær. "Bróðir minn átti gervihnattadisk og komst greiðlega í þetta og þannig byrjaði maður að spila þessi lög." Helgi Már var álitinn stórskrítinn þegar hann byrjaði með útvarpsþátt sinn er hann stundaði nám við Menntaskólann við Sund. Kristján Helgi Stefánsson, sem var í FG, byrjaði síðan með þáttinn með honum, sem varð þar með fjögurra tíma langur og þannig hefur hann haldist allar götur síðan með þessum tveimur þáttarstjórnendum. Um þetta leyti fóru þeir Helgi og Kristján að fá plötusnúða í heimsókn í þáttinn sinn en þeir voru smám saman farnir að spretta upp í framhaldsskólum landsins. Spiluðu þeir í beinni útsendingu og upp frá því fór að myndast sérstök plötusnúðastemning í þættinum, með nöfnum á borð við Grétar og Magga Lego fremst í flokki. Þarna var þátturinn kominn í það form sem hann hefur meira og minna haldist í allar götur síðan. "Við vorum þarna farnir að gefa miða á skemmtistaði eins og Tunglið og Ingólfskaffi. Svo voru þessi blessuðu "reif" að byrja á þessum tíma á alls konar stöðum eins og í skemmum og dekkjaverkstæðum. Skemmtistaðirnir voru opnir til þrjú og þá voru "reifin" oft haldin eftir það," segir Helgi. Toppnum náð með Uxa Að sögn Helga náði danstónlistarsenan hæstu hæðum hér á landi í kringum 1995 og 1996, þegar útihátíðin Uxi var meðal annars haldin. Síðan fjaraði hún dálítið út og fór út í jaðarinn. Síðan þá hefur danstónlistin komið og farið í bylgjum og að sögn Helga er hún við jaðarinn í dag. Helgi leggur áherslu á að Party Zone hafi aldrei snúist um það að græða peninga. "Þá værum við ekki að spila eins og við gerum heldur dottið inn í poppblöðrugírinn. Við höfum alltaf viljað vera að grúska í músíkinni númer eitt, tvö og þrjú og halda ákveðnum standard með henni. Annars hefðum við kannski endað á FM eða með þátt á Popptíví." Að sögn Helga hefur breytingin á danstónlistinni verið mikil í gegnum árin og hún orðin mun fjölbreyttari. "Núna er allt leyfilegt í danstónlist. Hún hefur þróast gríðarlega og hefur farið út í allar áttir; house, teknó, drum & bass, chill out og progressive klúbbamúsík," segir hann. Það er mikið framundan hjá Party Zone á næstunni. Þátturinn hefur gert samning við Smekkleysu um að gefa út fimmtán ára afmælisplötu á næsta ári, auk þess sem nýir dagskrárliðir skjóta upp kollinum með reglulegu millibili. Til dæmis geta menn núna hlustað á þáttinn í gegnum MSN eða verið áskrifendur í gegnum iTunes. Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Party Zone hefur verið útvarpað um 700 sinnum á sex útvarpsstöðvum. Haldin hafa verið yfir fimmtíu Party Zone-kvöld af ýmsum stærðum og gerðum auk þess sem forsvarsmenn þáttarins hafa flutt inn mörg af stærstu nöfnum danstónlistarinnar. Í lok hvers árs sendir þátturinn frá sér árslista með bestu danslögum ársins og þar að auki hafa fjórar safnplötur verið gefnar út á vegum þáttarins. Danstónlist frá Ibiza "Við byrjuðum 1990 á Útrás. Ég var búinn að vera að grúska í raftónlistinni á þessum tíma og hlusta á Art of Noise, Kraftwerk og Brian Eno. Danstónlistin var að stíga af stað og þá var byrjað að detta inn hingað heim talsvert af danstónlist með fólki sem var að koma frá Ibiza," segir Helgi Már Bjarnason, annar af upphafsmönnum Party Zone. "MTV var með þátt sem hét Party Zone sem spratt upp úr þessari bylgju og við ákváðum að "kópera" nafnið, taka upp þáttinn og henda lögunum í loftið á Útrás. Þetta var "bootleg" þáttur," segir hann og hlær. "Bróðir minn átti gervihnattadisk og komst greiðlega í þetta og þannig byrjaði maður að spila þessi lög." Helgi Már var álitinn stórskrítinn þegar hann byrjaði með útvarpsþátt sinn er hann stundaði nám við Menntaskólann við Sund. Kristján Helgi Stefánsson, sem var í FG, byrjaði síðan með þáttinn með honum, sem varð þar með fjögurra tíma langur og þannig hefur hann haldist allar götur síðan með þessum tveimur þáttarstjórnendum. Um þetta leyti fóru þeir Helgi og Kristján að fá plötusnúða í heimsókn í þáttinn sinn en þeir voru smám saman farnir að spretta upp í framhaldsskólum landsins. Spiluðu þeir í beinni útsendingu og upp frá því fór að myndast sérstök plötusnúðastemning í þættinum, með nöfnum á borð við Grétar og Magga Lego fremst í flokki. Þarna var þátturinn kominn í það form sem hann hefur meira og minna haldist í allar götur síðan. "Við vorum þarna farnir að gefa miða á skemmtistaði eins og Tunglið og Ingólfskaffi. Svo voru þessi blessuðu "reif" að byrja á þessum tíma á alls konar stöðum eins og í skemmum og dekkjaverkstæðum. Skemmtistaðirnir voru opnir til þrjú og þá voru "reifin" oft haldin eftir það," segir Helgi. Toppnum náð með Uxa Að sögn Helga náði danstónlistarsenan hæstu hæðum hér á landi í kringum 1995 og 1996, þegar útihátíðin Uxi var meðal annars haldin. Síðan fjaraði hún dálítið út og fór út í jaðarinn. Síðan þá hefur danstónlistin komið og farið í bylgjum og að sögn Helga er hún við jaðarinn í dag. Helgi leggur áherslu á að Party Zone hafi aldrei snúist um það að græða peninga. "Þá værum við ekki að spila eins og við gerum heldur dottið inn í poppblöðrugírinn. Við höfum alltaf viljað vera að grúska í músíkinni númer eitt, tvö og þrjú og halda ákveðnum standard með henni. Annars hefðum við kannski endað á FM eða með þátt á Popptíví." Að sögn Helga hefur breytingin á danstónlistinni verið mikil í gegnum árin og hún orðin mun fjölbreyttari. "Núna er allt leyfilegt í danstónlist. Hún hefur þróast gríðarlega og hefur farið út í allar áttir; house, teknó, drum & bass, chill out og progressive klúbbamúsík," segir hann. Það er mikið framundan hjá Party Zone á næstunni. Þátturinn hefur gert samning við Smekkleysu um að gefa út fimmtán ára afmælisplötu á næsta ári, auk þess sem nýir dagskrárliðir skjóta upp kollinum með reglulegu millibili. Til dæmis geta menn núna hlustað á þáttinn í gegnum MSN eða verið áskrifendur í gegnum iTunes.
Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein