Sport

Óvíst hvort Rúnar verði með

Alls er óvíst hvort Rúnar Kristinsson verði með þegar Íslendingar mæta Búlgörum í fyrsta leiknum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Rúnar fór meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleikinn í gærkvöldi þegar Lokeren og Mouskroun gerðu 1-1 jafntefli. Arnar Grétarsson skoraði mark Lokeren úr vítaspyrnu. Á morgun verður tilkynnt um valið á íslenska landsliðinu en þá skýrist hvort Rúnar verður í landsliðinu. Hann tognaði ofarlega í lærvöðva en gæti hugsanlega verið orðinn leikfær annan miðvikudag þegar Íslendingar mæta Ungverjum ytra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×