Brynjar Björn ekki með 5. september 2004 00:01 Brynjar Björn Gunnarsson fór ekki með landsliði Íslands í Knattspyrnu til Ungverjalands þar sem hann var rekinn af velli gegn Búlgaríu. Í hans stað völdu landsliðsþjálfararnir Hjálmar Jónsson, leikmann Gautaborgar í Svíþjóð í landsliðshópinn. Hjálmar hefur leikið 8 landsleiki. Í 8. riðli, sem Íslendingar eru í, steinlágu Ungverjar fyrir Króatíu í Zagreb, 3-0. Ungverjar urðu fyrir áfalli strax á 11. mínútu þegar varnarmaðurinn Sabolcs Husti var rekinn af velli. Dado Prso og Ivan Klasnic skoruðu sitt markið hvor fyrir Króatíu og þriðja markið var sjálfsmark. Í sama riðli tóku Svíar Möltu í karphúsið og unnu 7-0. Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk, þar af þrennu á fyrstu 14 mínútunum, Freddie Ljungberg skoraði 2 mörk og Henrik Larsson 1. Í 1. riðli unnu Finnar Andorra 3-0 og Rúmenía rétt marði Makedóníu 2-1, Chelsealeikmaðurinn Adrian Mutu skoraði sigurmarkið. Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu í 2. riðli þegar nýkrýndir Evrópumeistarar Grikklands töpuðu fyrir Albaníu í Tirana, 2-1. Eftir leikinn lenti stuðningsmönnum liðanna saman amk á tveimur stöðum. Á eyjunni Zakynthos lagði Grikki til þriggja Albana með eggvopni, einn Albanana lést af sárum sínum og tveir slösuðust. Í Aþenu slösuðust fjórir Albanir og einn Grikki eftir blóðug slagsmál þar sem eggvopn voru notuð. Danmörk og Úkraína skildu jöfn 1-1 í Kaupmannahöfn og Tyrkir náðu aðeins jafntefli gegn Georgíu á heimavelli en Tyrkir misstu mann af velli í upphafi seinni hálfleiks. Í 3. riðli lagði Portútgal Lettland að velli með 2 mörkum gegn engu. Ronaldo, leikmaður Man. Utd., var maður leiksins, skoraði eitt mark og lagði upp hitt fyrir Pauleta. Þá gerðu Slóvakía og Rússland jafntefli 1-1.Georgy Yartsev þjálfari rússneska landsliðsins sagði af sér eftir leikinn. Þá burstaði Eistland lið Lúxemburgar 4-0. Í 4. riðli urðu afar óvænt úrslit í París þegar Frakkar gerðu aðeins markalaust jafntefli við Ísrael. Sviss átti ekki í vandræðum með Færeyjar og vann 6-0 og Írland sigraði Kýpur, 3-0. Í 5. riðli lenti Ítalía í miklu basli með Noreg en hafði sigur að lokum, 2-1. John Carew kom Noregi yfir strax á 1. mínútu en Daniele de Rossi og Luca Toni skoruðu mörk Ítalíu. Slóvenía sigraði Moldavíu 3-0 þar sem Milenko Acimovic skoraði þrennu. Í 6. riðli þurftu Englendingar að sætta sig við jafntefli, 2-2, gegn Austurríki í Vín. Englendingar komust í 2-0 með mörkum frá Frank Lampard og Steven Gerrard en Austurríkismenn skoruðu 2 mörk á 2 mínútum. Enskir fjölmiðlar tóku sig til í morgun og slátruðu markverði Englendinga, David James, fyrir frammistöðuna í leiknum en jöfnunarmark Austurríkismanna þótti ákaflega klaufalegt. Í sama riðli unnu Pólverjar sannfærandi sigur á Norður-Írlandi 3-0 og Azerbaijan og Wales gerðu jafntefli, 1-1. Og í 7. riðli þurfti Belgía að sætta sig við jafntefli gegn Litháen 1-1 en Sebar og Svartfellingar sigruðu San Marino 3-0. Íþróttir Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson fór ekki með landsliði Íslands í Knattspyrnu til Ungverjalands þar sem hann var rekinn af velli gegn Búlgaríu. Í hans stað völdu landsliðsþjálfararnir Hjálmar Jónsson, leikmann Gautaborgar í Svíþjóð í landsliðshópinn. Hjálmar hefur leikið 8 landsleiki. Í 8. riðli, sem Íslendingar eru í, steinlágu Ungverjar fyrir Króatíu í Zagreb, 3-0. Ungverjar urðu fyrir áfalli strax á 11. mínútu þegar varnarmaðurinn Sabolcs Husti var rekinn af velli. Dado Prso og Ivan Klasnic skoruðu sitt markið hvor fyrir Króatíu og þriðja markið var sjálfsmark. Í sama riðli tóku Svíar Möltu í karphúsið og unnu 7-0. Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk, þar af þrennu á fyrstu 14 mínútunum, Freddie Ljungberg skoraði 2 mörk og Henrik Larsson 1. Í 1. riðli unnu Finnar Andorra 3-0 og Rúmenía rétt marði Makedóníu 2-1, Chelsealeikmaðurinn Adrian Mutu skoraði sigurmarkið. Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu í 2. riðli þegar nýkrýndir Evrópumeistarar Grikklands töpuðu fyrir Albaníu í Tirana, 2-1. Eftir leikinn lenti stuðningsmönnum liðanna saman amk á tveimur stöðum. Á eyjunni Zakynthos lagði Grikki til þriggja Albana með eggvopni, einn Albanana lést af sárum sínum og tveir slösuðust. Í Aþenu slösuðust fjórir Albanir og einn Grikki eftir blóðug slagsmál þar sem eggvopn voru notuð. Danmörk og Úkraína skildu jöfn 1-1 í Kaupmannahöfn og Tyrkir náðu aðeins jafntefli gegn Georgíu á heimavelli en Tyrkir misstu mann af velli í upphafi seinni hálfleiks. Í 3. riðli lagði Portútgal Lettland að velli með 2 mörkum gegn engu. Ronaldo, leikmaður Man. Utd., var maður leiksins, skoraði eitt mark og lagði upp hitt fyrir Pauleta. Þá gerðu Slóvakía og Rússland jafntefli 1-1.Georgy Yartsev þjálfari rússneska landsliðsins sagði af sér eftir leikinn. Þá burstaði Eistland lið Lúxemburgar 4-0. Í 4. riðli urðu afar óvænt úrslit í París þegar Frakkar gerðu aðeins markalaust jafntefli við Ísrael. Sviss átti ekki í vandræðum með Færeyjar og vann 6-0 og Írland sigraði Kýpur, 3-0. Í 5. riðli lenti Ítalía í miklu basli með Noreg en hafði sigur að lokum, 2-1. John Carew kom Noregi yfir strax á 1. mínútu en Daniele de Rossi og Luca Toni skoruðu mörk Ítalíu. Slóvenía sigraði Moldavíu 3-0 þar sem Milenko Acimovic skoraði þrennu. Í 6. riðli þurftu Englendingar að sætta sig við jafntefli, 2-2, gegn Austurríki í Vín. Englendingar komust í 2-0 með mörkum frá Frank Lampard og Steven Gerrard en Austurríkismenn skoruðu 2 mörk á 2 mínútum. Enskir fjölmiðlar tóku sig til í morgun og slátruðu markverði Englendinga, David James, fyrir frammistöðuna í leiknum en jöfnunarmark Austurríkismanna þótti ákaflega klaufalegt. Í sama riðli unnu Pólverjar sannfærandi sigur á Norður-Írlandi 3-0 og Azerbaijan og Wales gerðu jafntefli, 1-1. Og í 7. riðli þurfti Belgía að sætta sig við jafntefli gegn Litháen 1-1 en Sebar og Svartfellingar sigruðu San Marino 3-0.
Íþróttir Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sjá meira