Sport

Santos brasilískur meistari

Santos tryggði sér brasilíska meistaratitilinn í fótbolta aðfaranótt þriðjudags þegar liðið bar sigurorð af Vasco, 2-1. Ricardinho og Elano skoruðu mörk Santos sem vann sinn annan meistaratitil á síðustu þremur árum. Þjálfari liðsins, Vanderlei Luxemburgo, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, vann titilinn annað árið í röð en hann stýrði Cruzeiro til sigurs í fyrra. Þetta var jafnframt fimmti meistaratitill Luxemburgo því hann vann titilinn með Palmeiras árið 1993 og 1995-4 og Corinthians árið 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×