Sport

Wilhelmsson vill fara til Spurs

Sænski knattspyrnumaðurinn Christian Wilhelmsson segist glaður vilja ganga til liðs við Tottenham. Wilhelmsson, sem leikur með belgíska liðinu Anderlecht, hefur einnig verið orðaður við Celtic í skoska boltanum. Búist er við að kappinn muni kosta um þrjár milljónir punda. "Tottenham myndi henta mér mjög vel. Þetta er gott félag og ég er tilbúinn að stíga stórt skref á ferli mínum," sagði Wilhelmsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×