Innlent

Samkeppni um tónlistarhús hafin

Útboðslýsingar voru afhentar fulltrúum fjögurra hópa í gær sem taka þátt í samkeppni um réttinn til að hanna, byggja, fjármagna og reka tónlistarhús og telst samkeppnin því formlega hafin. Hóparnir voru valdir í sérstöku forvali og eiga frumhugmyndir þeirra að liggja fyrir eftir mánuð og fyrstu tilboð í byrjun maí. Hóparnir eru Fasteign, Multiplex, Portus Group og Viðhöfn. Áætlanir um um framkvæmdir og rekstur verið endurskoðar og miðast nú við að húsið verði tekið í notkun um mitt ár 2009. Þegar fyrstu tilboð liggja fyrir í maí verður hópunum fækkað en sérstök fagnefnd mun meta tillögurar. Keppendur sem komast áfram útfæra hugmyndir sínar frekar og leggja fram lokatilboð í september eða október á næsta ári og er miðað við að gengið verði til samninga við sigurvegarann. Í endurskoðaðri útfærslu er gert ráð fyrir að tónlistarhúsið verði tvö þúsund fermetrum stærra en áður var ráðgert og að húsið verði nýtt á fjölbreyttari hátt. Stofnkostnaður byggingarinnar er metinn á 7,3 milljarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×