Sport

Helgi Reynir til Snæfells

Helgi Reynir Guðmundsson körfuknattleiksmaður, sem nýlega sagði skilið við meistaraflokkslið KR, staðfesti í samtali við Vísi að hann væri genginn til liðs við Snæfell. Helgi Reynir er uppalinn í Stykkishólmi og hóf ferilinn með Snæfelli. Hann skipti yfir í KR haustið 2003 en fann sig aldrei sem skyldi með Vesturbæjarliðinu. Að sögn Helga er ekki komið á hreint hvenær hann mun klæðast Snæfellsbúningi en félagaskiptin eru þó komin í ferli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×