Innlent

Sylvía heimsækir Barnahús

Sylvía drottning Svíþjóðar óskaði sérstaklega eftir því við undirbúning ferðar konungshjónanna til Íslands að heimsækja Barnahúsið til að kynna sér starfsemi þess, en Sylvía hefur um árabil unnið mikið starf á alþjóðlegum vettvangi í þágu barna, ekki síst á sviði kynferðisofbeldis. Sylvía, ásamt forsetafrúnni Dorrit Moussaieff og föruneyti, heimsóttu Barnahús og lauk drottningin miklu lofsorði á þeirri hugmyndafræði sem liggur til grundvallar húsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×