Erlent

Milljarðahagnaður Motorola

Bandaríksa fjarskiptafyrirtækið Motorola hagnaðist um tæplega þrjá og hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið jók söluna um rúman fjórðung. Helsti vaxtarbroddurinn var í gsm símum og seldust 34% fleiri símar nú en á sama tíma í fyrra. Að áramótum er von á sautján nýjum símum frá Motorola. Fyrirtækið hefur nær tvöfaldað tekjur sínar frá því að nýr forstjóri, Zander, tók við í desember á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×