Erlent

Nýr Kennedy í stjórnmálin

Bobby Shriver, systursonur John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, ákvað að feta í fótspor þriggja frænda sinna og hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að bæjaryfirvöld í Santa Monica fyrirskipuðu honum að hreinsa limgerði við heimili sitt. Shriver bauð sig fram til sveitarstjórnar og skorti ekki hjálp. Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður í Massachusetts, var meðal þeirra sem hjálpuðu honum sem og mágur hans, Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu. Þetta dugði til þess að hann fékk langflest atkvæði allra frambjóðenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×