Sigur er krafan í öllum leikjum 9. desember 2004 00:01 "Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að við höfum komið illa fram við Helenu Ólafsdóttur," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Í gær var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveinssonar sem nýs landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins til næstu tveggja ára og Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara U21 árs landsliðs kvenna. Margir hafa gagnrýnt KSÍ fyrir að endurnýja ekki samninginn við Helenu Ólafsdóttur, fráfarandi landsliðsþjálfara, enda flestir sammála um að hún hafi skilað góðu verki. Eggert viðurkennir það en segir að úrslit síðustu leikja liðsins undir hennar stjórn hafi verið óásættanleg og því hafi það orðið að samkomulagi að skipta um í brúnni. "Það ber að þakka Helenu vel unnin störf en þessi slæmu úrslit gegn Noregi gerðu útslagið. Að okkar mati á íslenska liðið að vera í sama styrkleikaflokki og nágrannaþjóðirnar og hlutverk landsliðsþjálfarans er að tryggja að það markmið náist. Úrslitin í síðustu leikjunum sýndu að það hafði ekki náðst og því varð það úr að skipta um þjálfara. Sigur er krafa KSÍ í hverjum leik og það verða sömu kröfur gerðar á hendur Jörundar Áka í nýja starfinu." Jörundur Áki er ekki að taka við kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann þjálfaði liðið á árunum 2001 til 2002 en sagði starfi sínu þá lausu en hann þjálfaði þá ennfremur fyrstu deildar lið Breiðabliks. Hann er eðlilega spenntur fyrir þessu nýja verkefni. "Það verður gaman að takast á við þetta á nýjan leik. Ég er að taka við ágætu búi frá Helenu og þekki margar af þeim stelpum sem spila með liðinu. Þó hafa orðið breytingar enda alltaf einhverjar þeirra sem láta barna sig og aðrar koma í staðinn." Hvað breytingar varðar telur Jörundur að í liðinu sé góður grunnur til að byggja á til framtíðar. "Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég hef ekkert gert neina áætlun á þessu stigi en ætlunin er að sjálfssögðu að vinna þá leiki sem við spilum." Elísabet Gunnarsdóttir, mun þjálfa U21 árs landsliðið og ennfremur verða Jörundi innan handar með þjálfun A landsliðsins. Hún hefur sannað sig sem einn besti þjálfari landsins og stýrði liði Vals til Íslandsmeistaratitils í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta enda gefur þetta mér færi á að kynnast öðrum hliðum með landsliðinu en með félagsliði. Mér er í mun að læra eins mikið og ég get og svo jafnvel seinna meir takast á við að þjálfa A landsliðið en eins og er tel ég að forysta KSÍ hafi gert rétt í að velja Jörund enda vanur þjálfari." Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
"Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að við höfum komið illa fram við Helenu Ólafsdóttur," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Í gær var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveinssonar sem nýs landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins til næstu tveggja ára og Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara U21 árs landsliðs kvenna. Margir hafa gagnrýnt KSÍ fyrir að endurnýja ekki samninginn við Helenu Ólafsdóttur, fráfarandi landsliðsþjálfara, enda flestir sammála um að hún hafi skilað góðu verki. Eggert viðurkennir það en segir að úrslit síðustu leikja liðsins undir hennar stjórn hafi verið óásættanleg og því hafi það orðið að samkomulagi að skipta um í brúnni. "Það ber að þakka Helenu vel unnin störf en þessi slæmu úrslit gegn Noregi gerðu útslagið. Að okkar mati á íslenska liðið að vera í sama styrkleikaflokki og nágrannaþjóðirnar og hlutverk landsliðsþjálfarans er að tryggja að það markmið náist. Úrslitin í síðustu leikjunum sýndu að það hafði ekki náðst og því varð það úr að skipta um þjálfara. Sigur er krafa KSÍ í hverjum leik og það verða sömu kröfur gerðar á hendur Jörundar Áka í nýja starfinu." Jörundur Áki er ekki að taka við kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann þjálfaði liðið á árunum 2001 til 2002 en sagði starfi sínu þá lausu en hann þjálfaði þá ennfremur fyrstu deildar lið Breiðabliks. Hann er eðlilega spenntur fyrir þessu nýja verkefni. "Það verður gaman að takast á við þetta á nýjan leik. Ég er að taka við ágætu búi frá Helenu og þekki margar af þeim stelpum sem spila með liðinu. Þó hafa orðið breytingar enda alltaf einhverjar þeirra sem láta barna sig og aðrar koma í staðinn." Hvað breytingar varðar telur Jörundur að í liðinu sé góður grunnur til að byggja á til framtíðar. "Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég hef ekkert gert neina áætlun á þessu stigi en ætlunin er að sjálfssögðu að vinna þá leiki sem við spilum." Elísabet Gunnarsdóttir, mun þjálfa U21 árs landsliðið og ennfremur verða Jörundi innan handar með þjálfun A landsliðsins. Hún hefur sannað sig sem einn besti þjálfari landsins og stýrði liði Vals til Íslandsmeistaratitils í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta enda gefur þetta mér færi á að kynnast öðrum hliðum með landsliðinu en með félagsliði. Mér er í mun að læra eins mikið og ég get og svo jafnvel seinna meir takast á við að þjálfa A landsliðið en eins og er tel ég að forysta KSÍ hafi gert rétt í að velja Jörund enda vanur þjálfari."
Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira