Sport

Anja Ríkey í 21. sæti í baksundinu

Evrópumeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í Vínarborg í morgun. Anja Ríkey Jakobsdóttir í Ægi varð 21. af 30 keppendum í 100 metra baksundi, synti á 1 mínútu 3,49 sekúndum, og var tæpri sekúndu frá því að komast í undanúrslit. Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB varð 28. af 31 keppenda í 50 metra bringusundi og synti á 33,44 sek, sem jafnframt er stúlknamet.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×