Sport

Löggan leitar að boxara

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur hnefaleikakappanum Floyd Mayweather Jr. þar sem hann mætti ekki í réttarsal þar sem taka átti fyrir mál gegn honum. Hinn 27 ára Mayweather Jr er sakaður um að hafa sparkað í dyravörð sem lá liggjandi í gólfinu eftir að annar maður hafði brotið flösku á höfði hans. Atburðurinn átti sér stað á bar fyrir einu ári og á boxarinn yfir höfði sér 93 daga fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Mayweather Jr kemst í kast við lögin. Hann var í júní á þessu ári sakfelldur fyrir að lumbra tveimur konum á klúbbi í Las Vegas þar sem hann býr og var úrskurður í eins árs skilorðbundið fangelsi þar sem honum var fyrirskipað að halda sér á mottunni í eitt ár, ella færi hann í eins árs fangelsi. Að auki bíða hans réttarhöld þar sem hann er sakaður um að hafa lagt hendur á barnsmóður þriggja barna sinna. Hann játaði sig einnig sekan um 2 atvik varðandi heimilisofbeldi fyrir 2 árum gæti hugsanlega lokað hann inni í 2 ár háð skilyrðum. Mayweather Jr hefur sem sagt náttúrulega þörf fyrir að lumbra á fólki enda er ferill hans í löglegum barsmíðum einkar glæsilegur eða 31-0, þar af 21 rothögg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×