Sport

Íslendingarnir úr leik

Í annað skiptið í röð á einni viku voru skíðaguðirnir ekki með okkar mönnum sem þátt tóku í Evrópubikarmótinu sem fram fór Pozza di Fassa á Ítalíu. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík féll úr keppni í seinni umferð svigkeppninnar sem fram fór í gær, en Kristján Uni var úr leik strax eftir fyrstu umferð þar sem hann kláraði ekki. Þykja skíðabrekkurnar í Pozza di Fassa með þeim erfiðari sem keppt er á í Evrópubikarkeppninni og voru þeir því ekki einir um að ljúka ekki keppni. Þeir félagar hlutu einmitt sömu örlög þegar þeir kepptu fyrr í vikunni í Obereggen sem einnig er á Ítalíu en þá tókst ekki heldur að klára báðar umferðirnar. Annar íslenskur skíðamaður, Sindri Már Pálsson, átti einnig að keppa í stórsvigi í Sviss um helgina en þeirri keppni var aflýst vegna snjókomu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×