Skóflustungur teknar að álveri 8. júlí 2004 00:01 Það eru forréttindi stjórnmálamanna að sjá drauma rætast, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að álveri í Reyðarfirði í dag. Mótmælendur telja framkvæmdunum þröngvað upp á þjóðina og segja erlent verktakafyrirtæki vafasamt. Spyrjum að leikslokum, segir fulltrúi þess. Það var fjölmenni í blíðviðrinu fyrir austan í dag: fulltrúar ríkis, Fjarðabyggðar, eigenda álversins og verktaka. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, dótturfélags Alcoa, sagði þetta verða íslenskt fyrirtæki með íslenska starfsmenn en gert er ráð fyrir um 750 framtíðarstörfum á Austurlandi vegna álversins. Allt að átján hundruð starfsmenn verða við hámark framkvæmdanna árið 2006. Í kjölfar skóflustungnanna fjögurra í dag hefst jarðvegsvinna sem stendur fram á næsta vor en þá verða kerskálarnir tveir steyptir og stefnt er því að framleiðsla hefjist í apríl 2007. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði draum vera að rætast og flutti sérstaka kveðju frá Halldóri Ásgrímssyni, sem hóf máls á stóriðju fyrir austan á þingi sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1997, en þá var Halldór fyrsti þingmaður Austurlands. Hún segir ekki vera langt síðan Norsk Hydro ákvað að fara ekki í þessa framkvæmd, eins og til stóð, en í kjölfarið náðist samkomulag við Alcoa. Engu að síður sé langt síðan Austfirðingar fóru að hugsa til þess að áhugavert væri að nýta orkufall vatnanna á svæðinu. Þótt Valgerður hrósi happi yfir erlendum samstarfsaðilum eru ekki allir landsmenn sáttir við verktakafyrirtækið Bechtel. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fulltrúi samtakanna Náttúruvaktarinnar, segir fyrirtækið bendlað við óskemmtileg mál úti í heimi og samtökin vilji því ekki bjóða það velkomið hingað til lands. Til viðbótar við mótmæli Náttúruvaktarinnar í Reyðarfirði í dag voru þögul mótmæli á Kárahnjúkum í hádeginu. Andrew C. Greig, yfirmaður hjá Bechtel sem byggir álverið í samstarfi við íslenska verktaka, vill ekki svara með beinum hætti ásökunum Náttúruvaktarinnar. Ásakanirnar eru annars vegar þær að fyrirtækið hafi hækkað verð á neysluvatni í Bólivíu eftir aðkomu að vatnsveitu þar, og hins vegar um að Bechtel sé bendlað við efnavopn í Írak þar sem fyrirtækið kemur að uppbyggingu. Hann segir Bechtel vinna að uppbyggingu í Írak og það sé göfugt starf. Samfélagið muni meta fyrirtækið að verðleikum eftir nokkur ár og Greig biður mótmælendur um að dæma Bechtel af verkum þess. Það er rífandi uppgangur á svæðinu; fasteignaverð hefur hækkað um 50-60%, á annað hundrað íbúðir eru í byggingu og þessu þakkar Guðmundur Bjarnaon, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, álverinu. Hann segir gríðarlega „sprengingu“ eftir að eiga sér stað á næstu tveimur árum. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Það eru forréttindi stjórnmálamanna að sjá drauma rætast, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að álveri í Reyðarfirði í dag. Mótmælendur telja framkvæmdunum þröngvað upp á þjóðina og segja erlent verktakafyrirtæki vafasamt. Spyrjum að leikslokum, segir fulltrúi þess. Það var fjölmenni í blíðviðrinu fyrir austan í dag: fulltrúar ríkis, Fjarðabyggðar, eigenda álversins og verktaka. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, dótturfélags Alcoa, sagði þetta verða íslenskt fyrirtæki með íslenska starfsmenn en gert er ráð fyrir um 750 framtíðarstörfum á Austurlandi vegna álversins. Allt að átján hundruð starfsmenn verða við hámark framkvæmdanna árið 2006. Í kjölfar skóflustungnanna fjögurra í dag hefst jarðvegsvinna sem stendur fram á næsta vor en þá verða kerskálarnir tveir steyptir og stefnt er því að framleiðsla hefjist í apríl 2007. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði draum vera að rætast og flutti sérstaka kveðju frá Halldóri Ásgrímssyni, sem hóf máls á stóriðju fyrir austan á þingi sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1997, en þá var Halldór fyrsti þingmaður Austurlands. Hún segir ekki vera langt síðan Norsk Hydro ákvað að fara ekki í þessa framkvæmd, eins og til stóð, en í kjölfarið náðist samkomulag við Alcoa. Engu að síður sé langt síðan Austfirðingar fóru að hugsa til þess að áhugavert væri að nýta orkufall vatnanna á svæðinu. Þótt Valgerður hrósi happi yfir erlendum samstarfsaðilum eru ekki allir landsmenn sáttir við verktakafyrirtækið Bechtel. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fulltrúi samtakanna Náttúruvaktarinnar, segir fyrirtækið bendlað við óskemmtileg mál úti í heimi og samtökin vilji því ekki bjóða það velkomið hingað til lands. Til viðbótar við mótmæli Náttúruvaktarinnar í Reyðarfirði í dag voru þögul mótmæli á Kárahnjúkum í hádeginu. Andrew C. Greig, yfirmaður hjá Bechtel sem byggir álverið í samstarfi við íslenska verktaka, vill ekki svara með beinum hætti ásökunum Náttúruvaktarinnar. Ásakanirnar eru annars vegar þær að fyrirtækið hafi hækkað verð á neysluvatni í Bólivíu eftir aðkomu að vatnsveitu þar, og hins vegar um að Bechtel sé bendlað við efnavopn í Írak þar sem fyrirtækið kemur að uppbyggingu. Hann segir Bechtel vinna að uppbyggingu í Írak og það sé göfugt starf. Samfélagið muni meta fyrirtækið að verðleikum eftir nokkur ár og Greig biður mótmælendur um að dæma Bechtel af verkum þess. Það er rífandi uppgangur á svæðinu; fasteignaverð hefur hækkað um 50-60%, á annað hundrað íbúðir eru í byggingu og þessu þakkar Guðmundur Bjarnaon, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, álverinu. Hann segir gríðarlega „sprengingu“ eftir að eiga sér stað á næstu tveimur árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira